Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2019 16:28 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm „Þetta er bara á allra, allra, allra, allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Til stóð að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna síðdegis í dag. Reiknað var með því að undirritun hæfist um klukkan þrjú í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Töluverð seinkun hefur orðið á því en Vilhjálmur biður fólk um að örvænta ekki.Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi þegar samningarnir verða undirritaðir.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmOfboðslega mikil vinna Hann segist hlakka til að kynna samningana sem verið er að ganga frá. Hann segir mikilvægt að þeir séu kynntir „í samfellu,“ eins og hann komst að orði í viðtali við Reykjavík Síðdegis upp úr klukkan fjögur. Þeir séu viðamiklir og virki sem ein heild. Hann segir að undirritunin ætti að fara fram „á næstu mínútum, eða þá að það sé mjög stutt í það,“ segir Vilhjálmur. „Ég er búinn að halda það í heilan sólarhring að við séum að klára þetta - en þetta er bara svo ofboðslega mikil vinna.“ Hann segir mikið álag hafa verið á fólki undanfarna daga. Við þær aðstæður sé mikilvægt að passa að allt sé satt og rétt í samningunum, svo að deiluaðilum yfirsjáist ekki eitthvað mikilvægt í plagginu. Það væri miður, enda eru kjarasamningar grunnurinn að lífskjörum og réttindum launafólks. „Ég vona að fólk fyrirgefi okkur að þetta taki sinn tíma,“ segir Vilhjálmur. Verið sé að vinna með lífsviðurværi fólks og því mikilvægt að vanda vel til verka. Lesa allt yfir.En er vöffluilmur í húsinu? „Nei, það er ekki vöffluilmur. Mér skilst að menn ætli að breyta aðeins til og bjóða upp á brauðsneiðar og annað slíkt þegar þetta er búið. Það eru 70-80 manns í húsinu og búið að vera mjög mikið álag á fólki.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/vilhelmFjármálaöflin vilji ekki sleppa verðtryggingunni Vilhjálmur hefur verið mikill talsmaður afnáms verðtryggingar. „Það liggur alveg fyrir að það kemur séryfirlýsing varðandi verðtryggingamálin. Þetta hefur verið mér hjartansmál mjög lengi. Það verður að kom í ljós hvernig hún hljómar sú yfirlýsing.“ Það liggi alveg fyrir hvers vegna hún hafi ekki verið afnumin. Það sé vegna þess að fjármálaöflin vilja ekki sleppa henni. Vilhjálmur er samt sáttur við samninginn sem verið er að ganga frá. „Ég ætla að leyfa mér að fagna þeim áfangasigri sem við erum að ná. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Vilhjálmur. Fólk hafi lagt mikið á sig við samningaborðið og setið sólarhringum saman. Svo mikið að varla megi segja frá.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/vilhelmStaðan breyttist þegar WOW féll Staðan hafi breyst við gjaldþrot WOW air. „Það sem við erum að gera núna er að við lendum í þeirri skelfilegu stöðu þegar við stöndum í miðjum verkfallsaðgerðum að það fer hér heilt flugfélag á hausinn. Tvö þúsund félagsmenn okkar missa atvinnuna. Staðan okkar breyttist örlítið við það. Á þeirri forsendu þurftum við að endurskoða hvernig við getum nálgast þetta viðfangsefni.“ Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær samningar verða kynntir. En skrifað verður undir á allra næstu mínútum. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hlakka dálítið til að kynna þessa samninga og það er mjög mikilvægt að kynna þessa samninga í einni samfellu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
„Þetta er bara á allra, allra, allra, allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Til stóð að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna síðdegis í dag. Reiknað var með því að undirritun hæfist um klukkan þrjú í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Töluverð seinkun hefur orðið á því en Vilhjálmur biður fólk um að örvænta ekki.Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi þegar samningarnir verða undirritaðir.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmOfboðslega mikil vinna Hann segist hlakka til að kynna samningana sem verið er að ganga frá. Hann segir mikilvægt að þeir séu kynntir „í samfellu,“ eins og hann komst að orði í viðtali við Reykjavík Síðdegis upp úr klukkan fjögur. Þeir séu viðamiklir og virki sem ein heild. Hann segir að undirritunin ætti að fara fram „á næstu mínútum, eða þá að það sé mjög stutt í það,“ segir Vilhjálmur. „Ég er búinn að halda það í heilan sólarhring að við séum að klára þetta - en þetta er bara svo ofboðslega mikil vinna.“ Hann segir mikið álag hafa verið á fólki undanfarna daga. Við þær aðstæður sé mikilvægt að passa að allt sé satt og rétt í samningunum, svo að deiluaðilum yfirsjáist ekki eitthvað mikilvægt í plagginu. Það væri miður, enda eru kjarasamningar grunnurinn að lífskjörum og réttindum launafólks. „Ég vona að fólk fyrirgefi okkur að þetta taki sinn tíma,“ segir Vilhjálmur. Verið sé að vinna með lífsviðurværi fólks og því mikilvægt að vanda vel til verka. Lesa allt yfir.En er vöffluilmur í húsinu? „Nei, það er ekki vöffluilmur. Mér skilst að menn ætli að breyta aðeins til og bjóða upp á brauðsneiðar og annað slíkt þegar þetta er búið. Það eru 70-80 manns í húsinu og búið að vera mjög mikið álag á fólki.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/vilhelmFjármálaöflin vilji ekki sleppa verðtryggingunni Vilhjálmur hefur verið mikill talsmaður afnáms verðtryggingar. „Það liggur alveg fyrir að það kemur séryfirlýsing varðandi verðtryggingamálin. Þetta hefur verið mér hjartansmál mjög lengi. Það verður að kom í ljós hvernig hún hljómar sú yfirlýsing.“ Það liggi alveg fyrir hvers vegna hún hafi ekki verið afnumin. Það sé vegna þess að fjármálaöflin vilja ekki sleppa henni. Vilhjálmur er samt sáttur við samninginn sem verið er að ganga frá. „Ég ætla að leyfa mér að fagna þeim áfangasigri sem við erum að ná. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Vilhjálmur. Fólk hafi lagt mikið á sig við samningaborðið og setið sólarhringum saman. Svo mikið að varla megi segja frá.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/vilhelmStaðan breyttist þegar WOW féll Staðan hafi breyst við gjaldþrot WOW air. „Það sem við erum að gera núna er að við lendum í þeirri skelfilegu stöðu þegar við stöndum í miðjum verkfallsaðgerðum að það fer hér heilt flugfélag á hausinn. Tvö þúsund félagsmenn okkar missa atvinnuna. Staðan okkar breyttist örlítið við það. Á þeirri forsendu þurftum við að endurskoða hvernig við getum nálgast þetta viðfangsefni.“ Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær samningar verða kynntir. En skrifað verður undir á allra næstu mínútum. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hlakka dálítið til að kynna þessa samninga og það er mjög mikilvægt að kynna þessa samninga í einni samfellu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent