Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Þar verður kynntur lífskjarasamningur aðila vinnumarkaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann.
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld.
Fylgjast má með framvindu mála í beinni útsendingu hér.
Boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum
