Forréttindakrónan og hin Hanna Katrín Friðriksson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju?
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar