Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Frá afmælisfundinum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið. Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið.
Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira