Nauðgunardómur mildaður um hálft ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2019 16:00 Húsakynni Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér. Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42