Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 18:12 Hér sest þegar einn mótmælenda er var leiddur inn í lögreglubíl í dag. vísir/sigurjón Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Hún telur aðgerðir lögreglu í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem fimm mótmælendur voru handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið bera vott um andúð á útlendingum. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, að því er sagði í tilkynningu lögreglu nú síðdegis. Isabella segir í samtali við Vísi að um tíu mótmælendur hafi verið með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins til þess að freista þess að fá fund með ráðherra til að ræða stöðu hælisleitenda. Var þetta fjórði dagurinn í röð sem No Borders mótmæltu í ráðuneytinu.Sjá einnig: Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu „Við sátum þarna og kyrjuðum vegna þess að við höfum reynt að senda þeim bréf og tölvupósta um það sem við getum gert til þess að mæta kröfum hælisleitenda. Við höfum vanalega verið aðeins færri en við vorum í dag, svona fimm til sex, en í dag vorum við tíu sem sátum þarna. Venjulega höfum við bara setið þarna og lögreglan hefur dregið okkur út en í dag gerðist það ekki,“ segir Isabella.„Viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur“ Hún segir lögreglu hafa sagt við hana beint að hún yrði handtekin ef hún myndi ekki yfirgefa ráðuneyti en hún er ekki viss um að slík fyrirmæli hafi verið gefin til allra. „Sum okkur fóru svo að lögreglan myndi ekki handtaka okkur en þau fimm sem urðu eftir voru handtekin,“ segir Isabella. Spurð út í þær skýringar lögreglunnar fyrir handtökunum að mótmælendur hafi neitað að hlýða ítrekuðum fyrirmælum um að yfirgefa ráðuneytið segir Isabella að henni finnist viðbrögð lögreglu við mótmælunum rasísk. „Ég held að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvernig hún eigi að eiga við þennan hóp. Ef þetta væri annar hópur sem væri til dæmis að mótmæla og berjast fyrir kvenréttindum þá held ég að það væri tekið öðruvísi á okkur. Venjulega stendur lögreglan bara og grípur inn í ef það kemur til ofbeldis en við vorum ekki að beita neinu ofbeldi,“ segir Isabella og bætir við: „Mér finnst þetta rasískt og bera vott um andúð á útlendingum. Við erum að krefjast réttinda fyrir hælisleitendur og útlendinga og þrátt fyrir að við höfum sömu mannréttindi til mótmæla þá bregst lögreglan svona við. Ég er viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur. Við gerðum ekkert rangt eða ólöglegt nema að hlýða ekki lögreglu,“ segir Isabella. Þeir mótmælendur sem ekki voru handteknir eru nú fyrir utan lögreglustöðina að sögn Isabellu og ætla þau að vera þar þangað til þeim handteknu verður sleppt. „Ég held að lögreglan geti ekki haldið þeim lengur en 24 klukkustundir en síðast þegar mótmælendur úr hópnum voru handteknir var þeim haldið í svona tvo til fimm tíma,“ segir Isabella.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Hún telur aðgerðir lögreglu í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem fimm mótmælendur voru handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið bera vott um andúð á útlendingum. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, að því er sagði í tilkynningu lögreglu nú síðdegis. Isabella segir í samtali við Vísi að um tíu mótmælendur hafi verið með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins til þess að freista þess að fá fund með ráðherra til að ræða stöðu hælisleitenda. Var þetta fjórði dagurinn í röð sem No Borders mótmæltu í ráðuneytinu.Sjá einnig: Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu „Við sátum þarna og kyrjuðum vegna þess að við höfum reynt að senda þeim bréf og tölvupósta um það sem við getum gert til þess að mæta kröfum hælisleitenda. Við höfum vanalega verið aðeins færri en við vorum í dag, svona fimm til sex, en í dag vorum við tíu sem sátum þarna. Venjulega höfum við bara setið þarna og lögreglan hefur dregið okkur út en í dag gerðist það ekki,“ segir Isabella.„Viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur“ Hún segir lögreglu hafa sagt við hana beint að hún yrði handtekin ef hún myndi ekki yfirgefa ráðuneyti en hún er ekki viss um að slík fyrirmæli hafi verið gefin til allra. „Sum okkur fóru svo að lögreglan myndi ekki handtaka okkur en þau fimm sem urðu eftir voru handtekin,“ segir Isabella. Spurð út í þær skýringar lögreglunnar fyrir handtökunum að mótmælendur hafi neitað að hlýða ítrekuðum fyrirmælum um að yfirgefa ráðuneytið segir Isabella að henni finnist viðbrögð lögreglu við mótmælunum rasísk. „Ég held að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvernig hún eigi að eiga við þennan hóp. Ef þetta væri annar hópur sem væri til dæmis að mótmæla og berjast fyrir kvenréttindum þá held ég að það væri tekið öðruvísi á okkur. Venjulega stendur lögreglan bara og grípur inn í ef það kemur til ofbeldis en við vorum ekki að beita neinu ofbeldi,“ segir Isabella og bætir við: „Mér finnst þetta rasískt og bera vott um andúð á útlendingum. Við erum að krefjast réttinda fyrir hælisleitendur og útlendinga og þrátt fyrir að við höfum sömu mannréttindi til mótmæla þá bregst lögreglan svona við. Ég er viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur. Við gerðum ekkert rangt eða ólöglegt nema að hlýða ekki lögreglu,“ segir Isabella. Þeir mótmælendur sem ekki voru handteknir eru nú fyrir utan lögreglustöðina að sögn Isabellu og ætla þau að vera þar þangað til þeim handteknu verður sleppt. „Ég held að lögreglan geti ekki haldið þeim lengur en 24 klukkustundir en síðast þegar mótmælendur úr hópnum voru handteknir var þeim haldið í svona tvo til fimm tíma,“ segir Isabella.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58
Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12
Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50