Ríkistjórnin beitir öryrkja þvingunum að mati formanns ÖBÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 19:15 Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur. Félagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira