Úrslitakvöld Músíktilrauna 2019 fór fram í Norðurljósum í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin Blóðmör bar sigur úr býtum í þetta skipti og fetar því í fótspor sveita á borð við Of Monsters and Men, Vök, XXX Rottweiler hunda, Ateria og Agent Fresco, svo einhver siguratriði séu nefnd.
Hljómsveitina Blóðmör skipa þeir Haukur Þór Valdimarsson, Matthías Stefánsson og Ísak Þorsteinsson, á vefsíðu Músiktilrauna kemur fram að hljómsveitin, sem kemur frá Kópavogi, hafi starfað frá hausti ársins 2016.
Í öðru sæti var hljómsveitin Konfekt, skipuð þeim Evu Kolbrúnu Kolbeins, Önnu Ingibjörgu Þorgeirsdóttur og Stefaníu Helgu Sigurðardóttur. Í þriðja sæti var Ásta Kristín Pjetursdóttir.
Fleiri verðlaun voru að sjálfsögðu veitt og þau hlutu:
Hljómsveit fólksins
Karma Brigade
Söngvari Músíktilrauna
Anna Ingibjörg Þorgeirsdóttir - Konfekt
Gítarleikari Músíktilrauna
Haukur Þór Valdimarsson – Blóðmör
Bassaleikari Músíktilrauna
Tumi Hrannar Pálmason - Flammeus
Hljómborðsleikari Músíktilrauna
Guðjón Jónsson - Flammeus
Trommuleikari Músíktilrauna
Eva Kolbrún Kolbeins – Konfekt
Rafheili Músíktilrauna
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir - gugusar
Viðurkenning fyirir textagerð á íslensku
Ásta Kristín Pjetursdóttir - Ásta
Blúsaðasta bandið
Stefan Thormar
