Forstjóri Korean Air og faðir „hnetudrottningarinnar“ látinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:00 Cho Yang-ho lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og son. Getty/SeongJoon Cho Cho Yang-ho forstjóri flugfélagsins Korean Air er látinn sjötugur að aldri. Í fréttatilkynningu flugfélagsins kemur fram að forstjórinn hafi látist á spítala í Los Angeles í gær. Ekki er greint frá dánarorsök forstjórans. Sonur hans, Cho Won-tae, er talinn líklegur arftaki hans að því er kemur fram í Financial Times. Forstjórinn hefur ratað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Cho Yang hafði nýlega verið vikið úr stjórn flugfélagsins vegna spillingar.Cho Hyun-ah leidd fyrir rétt í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu í desember 2014Getty/Chung Sung-JunHnetur í poka ollu uppnámi Elsta dóttir hans, Cho-Hyun-ah, bálreiddist í flugi fyrir fimm árum þegar henni voru færðar hnetur í poka en ekki á diski. Hún skipaði áhöfninni að snúa til baka að hliðinu og vísa yfirflugfreyjunni frá borði. Hún var í kjölfarið fundin sek um að ógna flugöryggi og misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Fékk hún í framhaldinu viðurnefnið „hnetudrottningin“. Yngsta dóttir hans var í apríl í fyrra ásökuð um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Í kjölfar atvikanna svipti forstjórinn dætur sínar allri ábyrgð innan flugfélagsins og bað kóresku þjóðina og starfsmenn flugfélagsins afsökunar.Vikið úr stjórn flugfélagsins Forstjórinn sat sjálfur undir ásökunum um fjársvik og brot á trausti árið 2018. Hann neitaði allri sök en var í kjölfarið vikið úr stjórn Korean Air í síðasta mánuði. Hneykslin hafa vakið upp umræðu um viðskiptaveldi Suður-Kóreu þar sem fjölskyldufyrirtæki eða chaebols, eins og þau eru kölluð þar í landi, eru sögð ráða ríkjum. Cho Yang-ho er sagður fyrsti ríkjandi stjórnandi fjölskyldufyrirtækis í Suður-Kóreu sem hefur verið hrakinn frá völdum. Þykir það stór sigur þeirra sem vilja draga úr valdi fjölskyldna í viðskiptaumhverfi Suður-Kóreu. Andlát Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00 Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27 Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Cho Yang-ho forstjóri flugfélagsins Korean Air er látinn sjötugur að aldri. Í fréttatilkynningu flugfélagsins kemur fram að forstjórinn hafi látist á spítala í Los Angeles í gær. Ekki er greint frá dánarorsök forstjórans. Sonur hans, Cho Won-tae, er talinn líklegur arftaki hans að því er kemur fram í Financial Times. Forstjórinn hefur ratað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Cho Yang hafði nýlega verið vikið úr stjórn flugfélagsins vegna spillingar.Cho Hyun-ah leidd fyrir rétt í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu í desember 2014Getty/Chung Sung-JunHnetur í poka ollu uppnámi Elsta dóttir hans, Cho-Hyun-ah, bálreiddist í flugi fyrir fimm árum þegar henni voru færðar hnetur í poka en ekki á diski. Hún skipaði áhöfninni að snúa til baka að hliðinu og vísa yfirflugfreyjunni frá borði. Hún var í kjölfarið fundin sek um að ógna flugöryggi og misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Fékk hún í framhaldinu viðurnefnið „hnetudrottningin“. Yngsta dóttir hans var í apríl í fyrra ásökuð um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Í kjölfar atvikanna svipti forstjórinn dætur sínar allri ábyrgð innan flugfélagsins og bað kóresku þjóðina og starfsmenn flugfélagsins afsökunar.Vikið úr stjórn flugfélagsins Forstjórinn sat sjálfur undir ásökunum um fjársvik og brot á trausti árið 2018. Hann neitaði allri sök en var í kjölfarið vikið úr stjórn Korean Air í síðasta mánuði. Hneykslin hafa vakið upp umræðu um viðskiptaveldi Suður-Kóreu þar sem fjölskyldufyrirtæki eða chaebols, eins og þau eru kölluð þar í landi, eru sögð ráða ríkjum. Cho Yang-ho er sagður fyrsti ríkjandi stjórnandi fjölskyldufyrirtækis í Suður-Kóreu sem hefur verið hrakinn frá völdum. Þykir það stór sigur þeirra sem vilja draga úr valdi fjölskyldna í viðskiptaumhverfi Suður-Kóreu.
Andlát Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00 Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27 Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00
Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27
Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42