„Menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:19 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA í síðustu viku. vísir/vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. Hann segir ekkert að því að nota krónutöluhækkanir til þess að hækka laun en þær sem samið var um séu þó frekar í lægri kantinum. Iðnaðarmenn áttu fund með SA hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudaginn klukkan 10. Kristján segir að málum vindi frekar hægt fram en verið sé að fara yfir stöðuna fyrir næsta fund og meta næstu skref sem iðnaðarmenn vilji taka í viðræðunum.Krónutöluhækkanir setji iðnaðarmenn í erfiða stöðu Eftir að Starfsgreinasambandið og VR undirrituðu kjarasamninga við SA í síðustu viku þar sem kveðið er á um krónutöluhækkanir hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnt á þá kröfu félagsins að menntun verði metin til launa. Þá hefur hún bent á það að krónutöluhækkanir samræmist illa kröfunni um að menntun sé metin til launa. Spurður út í þetta, þar sem félagsmenn iðnaðarfélaganna eru margir með sérmenntun, og hvort að þetta sé eitthvað sem horft sé til af þeirra hálfu í kjaraviðræðunum segir Kristján svo vera. „Það er ástæðan fyrir því að við erum að reyna að meta í raun og veru hvaða áhrif þetta hefur hjá okkur og hvernig við eigum að taka næstu skref. Það er nákvæmlega út af þessu. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu hvað þetta varðar. Hins vegar er ekkert að því að nota krónutölur og við höfum gert það áður að vera með krónutöluhækkanir þó að það sé búið að njörva svolítið niður samt sem áður upphæðirnar. Þær eru svona frekar í lægri kantinum þannig að við erum að reyna að meta hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr,“ segir hann.Gæti orðið snúið að ná samningi sem félagsmenn verða sáttir viðÞannig að þið eruð opnir fyrir krónutöluhækkunum en þær þyrftu þá mögulega að vera hærri? „Jú, við erum að reyna að meta það hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. En útgangspunkturinn hjá okkur er að félagsmenn munu þurfa að samþykkja samningana hjá okkur þannig að við þurfum að komast á þann stað að félagsmenn verði sáttir. Það getur orðið snúið.“ Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið það hvernig stemningin sé innan raða iðnaðarmanna með þá leið sem farin var í síðustu viku segir hann eðlilega mjög skiptar skoðanir. Þó sé kannski frekar erfitt að segja til um það akkúrat núna. „En það eru verulega skiptar skoðanir og menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent,“ segir Kristján. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. Hann segir ekkert að því að nota krónutöluhækkanir til þess að hækka laun en þær sem samið var um séu þó frekar í lægri kantinum. Iðnaðarmenn áttu fund með SA hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudaginn klukkan 10. Kristján segir að málum vindi frekar hægt fram en verið sé að fara yfir stöðuna fyrir næsta fund og meta næstu skref sem iðnaðarmenn vilji taka í viðræðunum.Krónutöluhækkanir setji iðnaðarmenn í erfiða stöðu Eftir að Starfsgreinasambandið og VR undirrituðu kjarasamninga við SA í síðustu viku þar sem kveðið er á um krónutöluhækkanir hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnt á þá kröfu félagsins að menntun verði metin til launa. Þá hefur hún bent á það að krónutöluhækkanir samræmist illa kröfunni um að menntun sé metin til launa. Spurður út í þetta, þar sem félagsmenn iðnaðarfélaganna eru margir með sérmenntun, og hvort að þetta sé eitthvað sem horft sé til af þeirra hálfu í kjaraviðræðunum segir Kristján svo vera. „Það er ástæðan fyrir því að við erum að reyna að meta í raun og veru hvaða áhrif þetta hefur hjá okkur og hvernig við eigum að taka næstu skref. Það er nákvæmlega út af þessu. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu hvað þetta varðar. Hins vegar er ekkert að því að nota krónutölur og við höfum gert það áður að vera með krónutöluhækkanir þó að það sé búið að njörva svolítið niður samt sem áður upphæðirnar. Þær eru svona frekar í lægri kantinum þannig að við erum að reyna að meta hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr,“ segir hann.Gæti orðið snúið að ná samningi sem félagsmenn verða sáttir viðÞannig að þið eruð opnir fyrir krónutöluhækkunum en þær þyrftu þá mögulega að vera hærri? „Jú, við erum að reyna að meta það hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. En útgangspunkturinn hjá okkur er að félagsmenn munu þurfa að samþykkja samningana hjá okkur þannig að við þurfum að komast á þann stað að félagsmenn verði sáttir. Það getur orðið snúið.“ Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið það hvernig stemningin sé innan raða iðnaðarmanna með þá leið sem farin var í síðustu viku segir hann eðlilega mjög skiptar skoðanir. Þó sé kannski frekar erfitt að segja til um það akkúrat núna. „En það eru verulega skiptar skoðanir og menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent,“ segir Kristján.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32
Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00