Vorboðinn óljúfi mættur í Vesturbæinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 17:00 Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira