Shearer segir Messi vera meira vandamál en Liverpool í eltingarleik City við fernuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:30 Lionel Messi og Mo Salah. Getty/Samsett Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira