Eldflaugafræðingur í liði Spánverja á HM kvenna í fótbolta í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 11:00 Celia Jimenez er hámenntun landsliðkona Spánverja sem er á leið á HM í sumar. Getty/Lars Baron Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu teflir fram vísindamanni í liði sína á HM í Frakklandi í sumar. Bakvörðurinn Celia Jimenez Delgado er eldflaugafræðingur en hún er með próf í flugvélaverkfræði frá háskólanum í Alabama. Það er vel þekkt að knattspyrnukonur klári sitt háskólanám með fótboltanum eins og við höfum séð með með leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi en Katrín Jónsdóttir kláraði lækninn á sama tíma og hún leiddi íslenska landsliðið í söguleg ævintýri í Evrópukeppninni. Það er samt ekkert skrítið að menntun spænsku landsliðskonunnar vaki mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem eldflaugafræðingar (rocket scientist) keppa á stórmótum í íþróttum. Breska ríkisútvarpið fjallaði um Jimenez í tilefni af vináttulandsleik Englendinga og Spánverja í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina. „Á hverjum leikdegi þá gerum við í liðinu lítið heilabrot til að koma hausnum í gang og ef það hefur eitthvað að gera með tölur þá horfa allar á mig og spyrja: Hvað eigum við að gera, hvað er er planið,“ segir Celia Jimenez.“Even though football and aerospace engineering might look like two different fields and concepts, they are actually really related.” Meet the rocket scientist heading for the World Cuphttps://t.co/WN4N9C9P8npic.twitter.com/DuKi6tjsJk — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Ég var alltaf að setja saman hluti þegar ég var krakki og ég vissi alltaf að ég vildi verða verkfræðingur. Ég elska að hanna hluti og finna svörin við vandamálum,“ sagði Jimenez. „Kannski finnst mörgum fótbolti og flugvélaverkfræði ekki tengjast mikið en það er mikið líkt með þeim. Á báðum vígstöðvum þarftu að leggja mikið á þig án þess að niðurstaðan komi strax í ljós. Ef þú upplifir slæman dag þá verður þú bara að vakna morguninn eftir og reyna aftur. Það er eins með fótboltann,“ sagði Jimenez. Blaðamaður BBC klóraði sér örugglega í hausnum þegar Celia útskýrði hvað henni fannst skemmtilegast í háskólanáminu. „Það er erfitt að útskýra það án þess að fara dýpra í þetta,“ sagði Celia og kannski eins gott því það eru ekki margir sem fylgja henni svo auðveldlega eftir þegar kemur að fræðunum. Celia Jimenez byrjaði að spila í meistaraflokki á Spáni þegar hún var aðeins fimmtán ára og spilaði síðan fótbolta í Bandaríkjunum með háskólanámi sínu. Hún var svo liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengard árið 2018 og þær spiluðu meðal annars saman í Meistaradeildinni. Jimenez viðurkennir þó fúslega að það hafi oft verið erfitt að samtvinna krefjandi nám og fótboltann ekki síst þegar kom að landsliðinu og mörgum ferðalögum til Evrópu. „Það var svolítið erfitt að þurfa að vera að fljúga fram og til baka á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég missti af fullt af tímum sem ég þurfti síðan að vinna upp ein. Það þýddi meiri vinnu en ég er mjög ánægð með að hafa klárað námið,“ sagði Jimenez. Hin 23 ára gamla Celia er að gera góða hluti í fótboltanum og vísindastörfin bíða því í bili. Hún fékk nýverið samning hjá bandaríska félaginu Seattle Reign og spilar sinn fyrsta leik í bandarísku deildinni seinna í þessum mánuði. Jimenez vonast til að komast í starf í sínum fræðum þegar fótboltaferillinn klárast en áður er draumur að rætast hjá henni með því að spila í bandarísku deildinni. „Ég fór að gráta af gleði þegar ég fékk fréttirnar,“ sagði Jimenez um samninginn við Seattle Reign liðið. EM 2017 í Hollandi Spánn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu teflir fram vísindamanni í liði sína á HM í Frakklandi í sumar. Bakvörðurinn Celia Jimenez Delgado er eldflaugafræðingur en hún er með próf í flugvélaverkfræði frá háskólanum í Alabama. Það er vel þekkt að knattspyrnukonur klári sitt háskólanám með fótboltanum eins og við höfum séð með með leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi en Katrín Jónsdóttir kláraði lækninn á sama tíma og hún leiddi íslenska landsliðið í söguleg ævintýri í Evrópukeppninni. Það er samt ekkert skrítið að menntun spænsku landsliðskonunnar vaki mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem eldflaugafræðingar (rocket scientist) keppa á stórmótum í íþróttum. Breska ríkisútvarpið fjallaði um Jimenez í tilefni af vináttulandsleik Englendinga og Spánverja í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina. „Á hverjum leikdegi þá gerum við í liðinu lítið heilabrot til að koma hausnum í gang og ef það hefur eitthvað að gera með tölur þá horfa allar á mig og spyrja: Hvað eigum við að gera, hvað er er planið,“ segir Celia Jimenez.“Even though football and aerospace engineering might look like two different fields and concepts, they are actually really related.” Meet the rocket scientist heading for the World Cuphttps://t.co/WN4N9C9P8npic.twitter.com/DuKi6tjsJk — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Ég var alltaf að setja saman hluti þegar ég var krakki og ég vissi alltaf að ég vildi verða verkfræðingur. Ég elska að hanna hluti og finna svörin við vandamálum,“ sagði Jimenez. „Kannski finnst mörgum fótbolti og flugvélaverkfræði ekki tengjast mikið en það er mikið líkt með þeim. Á báðum vígstöðvum þarftu að leggja mikið á þig án þess að niðurstaðan komi strax í ljós. Ef þú upplifir slæman dag þá verður þú bara að vakna morguninn eftir og reyna aftur. Það er eins með fótboltann,“ sagði Jimenez. Blaðamaður BBC klóraði sér örugglega í hausnum þegar Celia útskýrði hvað henni fannst skemmtilegast í háskólanáminu. „Það er erfitt að útskýra það án þess að fara dýpra í þetta,“ sagði Celia og kannski eins gott því það eru ekki margir sem fylgja henni svo auðveldlega eftir þegar kemur að fræðunum. Celia Jimenez byrjaði að spila í meistaraflokki á Spáni þegar hún var aðeins fimmtán ára og spilaði síðan fótbolta í Bandaríkjunum með háskólanámi sínu. Hún var svo liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengard árið 2018 og þær spiluðu meðal annars saman í Meistaradeildinni. Jimenez viðurkennir þó fúslega að það hafi oft verið erfitt að samtvinna krefjandi nám og fótboltann ekki síst þegar kom að landsliðinu og mörgum ferðalögum til Evrópu. „Það var svolítið erfitt að þurfa að vera að fljúga fram og til baka á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég missti af fullt af tímum sem ég þurfti síðan að vinna upp ein. Það þýddi meiri vinnu en ég er mjög ánægð með að hafa klárað námið,“ sagði Jimenez. Hin 23 ára gamla Celia er að gera góða hluti í fótboltanum og vísindastörfin bíða því í bili. Hún fékk nýverið samning hjá bandaríska félaginu Seattle Reign og spilar sinn fyrsta leik í bandarísku deildinni seinna í þessum mánuði. Jimenez vonast til að komast í starf í sínum fræðum þegar fótboltaferillinn klárast en áður er draumur að rætast hjá henni með því að spila í bandarísku deildinni. „Ég fór að gráta af gleði þegar ég fékk fréttirnar,“ sagði Jimenez um samninginn við Seattle Reign liðið.
EM 2017 í Hollandi Spánn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira