Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 10:12 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við mótmæli á verkfallsdegi í mars. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“ Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00