Seinni bylgjan: Reyndi á að þjálfa ungan Björgvin Pál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34
Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30
Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00
Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00
Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45