Hætta við að draga laun af starfsfólki sínu vegna verkfalla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 16:43 Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar hafa hætt við að draga laun frá starfsfólki sínu vegna verkfalla. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair Hotels hafa hætt við að draga laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn Eflingar og voru á frívakt á meðan á verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins stóð þann 8. og 22. mars síðastliðinn.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair Hotels hefði dregið laun af starfsfólki þó það hefði ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga.Mbl.is greinir frá því að Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, hefði komið þessari ákvörðun á framfæri við starfsfólk í tölvupósti í dag. Í tölvupóstinunm segist Magnea harma framgöngu forsvarsmanna Eflingar í fjölmiðlum. „Enda er hún í þversögn við yfirlýstar sáttaumleitanir þeirra við þau fyrirtæki sem verkfallið náði til,“ segir í tölvupósti til starfsfólks Icelandair Hotels. Magnea segir að forsvarsmenn Eflingar hefðu ekki leitað til sín til að leiðtrétta túlkun Icelandair Hotels á greiðslum félagsins til félagsmanna Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu í dag að Efling hefði gefið út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, skrifar á Facebook-síðu sinni við deilingu á frétt mbl.is að Icelandair Hotels hafi af örlæti sínu ákveðið að „aflétta hóprefsingum gegn starfsfólki fyrir að fara í löglega boðaðar verkfallsaðgerðir.“ Hann segir framgöngu forsvarsmanna Icelandair Hotels gott dæmi um mikilvægi þess að fá sektarákvæði í lög. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. 9. apríl 2019 10:12 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair Hotels hafa hætt við að draga laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn Eflingar og voru á frívakt á meðan á verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins stóð þann 8. og 22. mars síðastliðinn.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair Hotels hefði dregið laun af starfsfólki þó það hefði ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga.Mbl.is greinir frá því að Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, hefði komið þessari ákvörðun á framfæri við starfsfólk í tölvupósti í dag. Í tölvupóstinunm segist Magnea harma framgöngu forsvarsmanna Eflingar í fjölmiðlum. „Enda er hún í þversögn við yfirlýstar sáttaumleitanir þeirra við þau fyrirtæki sem verkfallið náði til,“ segir í tölvupósti til starfsfólks Icelandair Hotels. Magnea segir að forsvarsmenn Eflingar hefðu ekki leitað til sín til að leiðtrétta túlkun Icelandair Hotels á greiðslum félagsins til félagsmanna Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu í dag að Efling hefði gefið út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, skrifar á Facebook-síðu sinni við deilingu á frétt mbl.is að Icelandair Hotels hafi af örlæti sínu ákveðið að „aflétta hóprefsingum gegn starfsfólki fyrir að fara í löglega boðaðar verkfallsaðgerðir.“ Hann segir framgöngu forsvarsmanna Icelandair Hotels gott dæmi um mikilvægi þess að fá sektarákvæði í lög.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. 9. apríl 2019 10:12 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00
Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. 9. apríl 2019 10:12