Mennt er máttur Óttar Guðmundsson skrifar 30. mars 2019 09:00 Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar