Hrafnarnir Hrefna og Hrafn eru nú í beinni útsendingu allan sólarhringinn í gegnum vefmyndavél Byko á Selfossi en fuglarnir eru að koma sér upp Laup við verslunina og undirbúa varp.
Hægt er að fylgjast með ferlinu og sjá þegar pariðkemur ungunum sínum upp þegar nær líður vori. Fuglarnir hafa komið upp Laupi á þessum sama stað nokkrum sinnum áður og hafa bæjarbúar á Selfossi og aðrir áhugasamir alltaf jafn gaman að fylgjast með fuglunum í beinni útsendingu. Þá er mikið af fuglaáhugamönnum víða um heim að fylgjast með parinu.
Hér er hægt að fylgjast með parinu að störfum.
Hrefna og Hrafn í beinni útsendingu allan sólarhringinn frá Selfossi
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
