Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:00 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21
Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15