Hélt kannski að Lars Lagerbäck vissi ekki að hann væri norskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:30 Lars Lagerbäck. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira