Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 11:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15