Orð sem éta mann Toshiki Toma skrifar 20. mars 2019 19:04 Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun