Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 14:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Vísir/Vilhelm Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira