Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:05 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan hús atvinnulífsins í morgun. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00