Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 18:43 Eins og svo oft áður tilkynnti Trump um ákvörðun sína á Twitter. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira