Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Andri Eysteinsson skrifar 22. mars 2019 22:15 Emmanuel Macron var einn stuðningsmanna tillögunnar, hann var svekktur að leikslokum. Getty/Jean Catuffe Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“ Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira