Sviss vann 0-2 sigur á Georgíu á útivelli í D-riðli undankeppni EM 2020 í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum sem er skipaður Írlandi, Danmörku og Gíbraltar auk Sviss og Georgíu.
Staðan í hálfleik var markalaus en á 57. mínútu kom Steven Zuber Svisslendingum yfir með góðu skoti í fjærhornið.
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Denis Zakara annað mark gestanna og gulltryggði sigur þeirra.
Sviss bíður öllu erfiðara verkefni á þriðjudaginn en þá mætir liðið Danmörku.
Næsti leikur Svisslendinga þar á eftir er ekki fyrr en í júní en þá mæta þeir Portúgölum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.
Öruggt hjá Svisslendingum í Tíblisi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn