Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 09:03 Skjáskot úr auglýsingunni. Mynd/Skjáskot. Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsingaBandaríski bjórframleiðandinn MillerCoors hefur stefnt belgíska bjórframleiðandanum Anheuser-Busch InBev vegna Super Bowl auglýsinga síðarnefnda framleiðandans. MillerCoors vill að auglýsingin verði bönnuð og að Anheuser birti leiðréttingu. Í auglýsingunum sem málið snýst um er Bud Light bjórinn sem framleiddur er af Anheuser auglýstur en helsti keppinautur þeirrar bjórtegundar er einmitt bjórarnir Coors Light og Miller Lite, sem framleiddir eru af MillerCoors. Í auglýsingunum er sú staðreynd dregin fram að sætuefni Bud Lite sé hrísgrjon en ekki hið umdeilda sætuefni kornsýróp. Þar má meðal annars sjá Bud Light kónginn og kóna hans velta því fyrir sér hvað þeir eigi að gera við tunnu af kornsýrópi sem send var fyrir mistök til þeirra. Rúlla þeir tunnunni að Miller Lite kastalanum til þess að sjá hvort að tunnan eigi heima þar en þar uppgötva þeir að þar er nóg af tunnum af kornsýrópi. Að lokum finna þeir Coors Light kastalann og þar á tunnan heima. Í stefnunni MillerCors segir að Anheuser hafi með auglýsingunum ætlað sér að hræða viðskiptavini til þess að skipta úr Miller Lite og Coors Light yfir í Bud Light. Þá segist fyrirtækið að það noti aðeins venjulegt kornsýróp en ekki það sem innihaldi mikinn ávaxtasykur (frúktósa), annað en Anheuser sem MillerCoors sgeir að keppinauturinn noti í drykki á borð við Rita's Berry-A-Rita. Fer MillerCoors fram á það að Anheuser birti auglýsingar þar sem hinar fyrri auglýsingar séu leiðréttar, auk þess sem það krefst skaðabóta. Anheuser segist hins vegar standa við auglýsingarnar. Áfengi og tóbak Bandaríkin Neytendur Tengdar fréttir Tíu bestu Super Bowl auglýsingarnar New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni. 4. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsingaBandaríski bjórframleiðandinn MillerCoors hefur stefnt belgíska bjórframleiðandanum Anheuser-Busch InBev vegna Super Bowl auglýsinga síðarnefnda framleiðandans. MillerCoors vill að auglýsingin verði bönnuð og að Anheuser birti leiðréttingu. Í auglýsingunum sem málið snýst um er Bud Light bjórinn sem framleiddur er af Anheuser auglýstur en helsti keppinautur þeirrar bjórtegundar er einmitt bjórarnir Coors Light og Miller Lite, sem framleiddir eru af MillerCoors. Í auglýsingunum er sú staðreynd dregin fram að sætuefni Bud Lite sé hrísgrjon en ekki hið umdeilda sætuefni kornsýróp. Þar má meðal annars sjá Bud Light kónginn og kóna hans velta því fyrir sér hvað þeir eigi að gera við tunnu af kornsýrópi sem send var fyrir mistök til þeirra. Rúlla þeir tunnunni að Miller Lite kastalanum til þess að sjá hvort að tunnan eigi heima þar en þar uppgötva þeir að þar er nóg af tunnum af kornsýrópi. Að lokum finna þeir Coors Light kastalann og þar á tunnan heima. Í stefnunni MillerCors segir að Anheuser hafi með auglýsingunum ætlað sér að hræða viðskiptavini til þess að skipta úr Miller Lite og Coors Light yfir í Bud Light. Þá segist fyrirtækið að það noti aðeins venjulegt kornsýróp en ekki það sem innihaldi mikinn ávaxtasykur (frúktósa), annað en Anheuser sem MillerCoors sgeir að keppinauturinn noti í drykki á borð við Rita's Berry-A-Rita. Fer MillerCoors fram á það að Anheuser birti auglýsingar þar sem hinar fyrri auglýsingar séu leiðréttar, auk þess sem það krefst skaðabóta. Anheuser segist hins vegar standa við auglýsingarnar.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Neytendur Tengdar fréttir Tíu bestu Super Bowl auglýsingarnar New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni. 4. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tíu bestu Super Bowl auglýsingarnar New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni. 4. febrúar 2019 12:30