Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 12:00 Birkir fagnar marki sínu gegn Frökkum á EM 2016. Aron Einar Gunnarsson er í bakgrunni. Vísir/EPA Birkir Bjarnason, sem kom Íslandi á bragðið gegn Andorra á föstudag, hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frakklandi. Líklegt er að hann verði í eldlínunni þegar strákarnir okkar mæta heimsmeisturunum á Stade de France á mánudag. Ísland hefur þrisvar spilað við Frakka á þessari öld og Birkir hefur semsagt skorað í öllum þeim leikjum. Það sem meira er; allir þrír leikir hafa farið fram í Frakklandi. Fyrsti leikurinn var vináttulandsleikur sem fór fram í Valenciennes í maí árið 2012. Lars Lagerbäck hafði tekið við landsliðinu nokkrum mánuðum áður og var að undirbúa lið sitt fyrir undankeppni HM 2014. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri Frakka en auk Birkis skoraði Kolbeinn Sigþórsson fyrir Ísland í leiknum.Birkir á EM 2016.Vísir/VilhelmHeimsbyggðin fylgdist með Þessir sömu skoruðu einmitt líka í næsta landsleik gegn Frökkum en hann var við öllu stærra tilefni. Liðin mættust þann 3. júlí 2016 á þjóðarleikvanginum, Stade de France, í fjórðungsúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Vafalaust stærsti landsleikur sem Ísland hefur spilað - í húfi var sæti í undanúrslitum á stórmóti og augu heimsbyggðarinnar var á strákunum okkar eftir frábæran árangur á EM 2016. Þetta reyndist síðasti leikur Íslands sem Lars Lagerbäck stýrði. Frakkland vann leikinn, 5-2, en sem fyrr segir skoruðu Birkir og Kolbeinn mörk Íslands. Frakkar voru einfaldlega of stór biti fyrir okkar menn á þessum degi - Ísland hafði teflt fram sama byrjunarliðinu í öllum fimm leikjum sínum á mótinu og Frakkar kafsigldu íslenska liðið með fjórum mörkum í fyrri hálfleik.Klippa: Frakkland - Ísland 0-1Misstu niður 2-0 forystu Síðast mættust liðin í Guingamp, þann 11. október síðastliðinn. Um vináttulandsleik var að ræða og nú var Erik Hamren tekinn við liðinu. Frakkland var og er enn ríkjandi heimsmeistari en okkar menn gerðu sér lítið fyrir og komust í 2-0 forystu með mörkum Birkis og Kára Árnasonar. Frakkar náðu þó að skora tvö mörk á lokakafla leiksins og forðast niðurlægingu á heimavelli. Á síðustu rúmum tveimur áratugum hafa Ísland og Frakkland mæst fimm sinnum. Ísland hefur skorað í öllum þeirra, samtals níu mörk eða 1,8 mark að meðaltali í leik. Frakkar unnu þrjá leiki af þessum fimm og tveimur lyktaði með jafntefli.Landliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson fagnar marki Ríkharðs Daðasonar í leiknum fræga í september 1998.vísir/hilmarFrægt mark Ríkharðs Að síðustu má nefna að Ísland lék tvo fræga landsleiki undir lok síðustu aldar við Frakka. Í þeim fyrri mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakklands á Laugardalsvöll og máttu sætta sig við 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands framhjá Fabian Barthez í leiknum en stuttu síðar náði Christophe Dugarry að jafna fyrir frakka. Ísland spilaði svo frábærlega þegar liðin mættust í Frakklandi þann 9. október 1999. Brynjar Björn Gunnarsson og Eyjólfur Sverrisson skoruðu en Frakkar náðu að knýja fram 3-2 sigur. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Hársbreidd frá sögulegum sigri Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að ná sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka ytra í vináttuleik í gær 12. október 2018 09:30 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 2-2 | Velkomnir aftur, strákar Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik í Guingamp. 11. október 2018 22:15 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Birkir Bjarnason, sem kom Íslandi á bragðið gegn Andorra á föstudag, hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frakklandi. Líklegt er að hann verði í eldlínunni þegar strákarnir okkar mæta heimsmeisturunum á Stade de France á mánudag. Ísland hefur þrisvar spilað við Frakka á þessari öld og Birkir hefur semsagt skorað í öllum þeim leikjum. Það sem meira er; allir þrír leikir hafa farið fram í Frakklandi. Fyrsti leikurinn var vináttulandsleikur sem fór fram í Valenciennes í maí árið 2012. Lars Lagerbäck hafði tekið við landsliðinu nokkrum mánuðum áður og var að undirbúa lið sitt fyrir undankeppni HM 2014. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri Frakka en auk Birkis skoraði Kolbeinn Sigþórsson fyrir Ísland í leiknum.Birkir á EM 2016.Vísir/VilhelmHeimsbyggðin fylgdist með Þessir sömu skoruðu einmitt líka í næsta landsleik gegn Frökkum en hann var við öllu stærra tilefni. Liðin mættust þann 3. júlí 2016 á þjóðarleikvanginum, Stade de France, í fjórðungsúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Vafalaust stærsti landsleikur sem Ísland hefur spilað - í húfi var sæti í undanúrslitum á stórmóti og augu heimsbyggðarinnar var á strákunum okkar eftir frábæran árangur á EM 2016. Þetta reyndist síðasti leikur Íslands sem Lars Lagerbäck stýrði. Frakkland vann leikinn, 5-2, en sem fyrr segir skoruðu Birkir og Kolbeinn mörk Íslands. Frakkar voru einfaldlega of stór biti fyrir okkar menn á þessum degi - Ísland hafði teflt fram sama byrjunarliðinu í öllum fimm leikjum sínum á mótinu og Frakkar kafsigldu íslenska liðið með fjórum mörkum í fyrri hálfleik.Klippa: Frakkland - Ísland 0-1Misstu niður 2-0 forystu Síðast mættust liðin í Guingamp, þann 11. október síðastliðinn. Um vináttulandsleik var að ræða og nú var Erik Hamren tekinn við liðinu. Frakkland var og er enn ríkjandi heimsmeistari en okkar menn gerðu sér lítið fyrir og komust í 2-0 forystu með mörkum Birkis og Kára Árnasonar. Frakkar náðu þó að skora tvö mörk á lokakafla leiksins og forðast niðurlægingu á heimavelli. Á síðustu rúmum tveimur áratugum hafa Ísland og Frakkland mæst fimm sinnum. Ísland hefur skorað í öllum þeirra, samtals níu mörk eða 1,8 mark að meðaltali í leik. Frakkar unnu þrjá leiki af þessum fimm og tveimur lyktaði með jafntefli.Landliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson fagnar marki Ríkharðs Daðasonar í leiknum fræga í september 1998.vísir/hilmarFrægt mark Ríkharðs Að síðustu má nefna að Ísland lék tvo fræga landsleiki undir lok síðustu aldar við Frakka. Í þeim fyrri mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakklands á Laugardalsvöll og máttu sætta sig við 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands framhjá Fabian Barthez í leiknum en stuttu síðar náði Christophe Dugarry að jafna fyrir frakka. Ísland spilaði svo frábærlega þegar liðin mættust í Frakklandi þann 9. október 1999. Brynjar Björn Gunnarsson og Eyjólfur Sverrisson skoruðu en Frakkar náðu að knýja fram 3-2 sigur.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Hársbreidd frá sögulegum sigri Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að ná sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka ytra í vináttuleik í gær 12. október 2018 09:30 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 2-2 | Velkomnir aftur, strákar Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik í Guingamp. 11. október 2018 22:15 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15
Hársbreidd frá sögulegum sigri Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að ná sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka ytra í vináttuleik í gær 12. október 2018 09:30
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 2-2 | Velkomnir aftur, strákar Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik í Guingamp. 11. október 2018 22:15
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45