Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 19:00 Hugo Lloris. Vísir/Getty Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52