Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum 25. mars 2019 06:00 Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00