Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. mars 2019 06:00 Helgi fékk kosningarétt sinn staðfestan í Hæstarétti. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30