Mildum höggið, verjum störfin og fáum ferðamenn til að stoppa lengur Þórir Garðarsson skrifar 25. mars 2019 10:30 Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun