Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 21:58 Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira