ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor og Conor McGregor yngri. Getty/Kevin C. Cox Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019 MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019
MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30
Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00
Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21