Herinn gefst upp á Bouteflika Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2019 16:45 Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír. AP/Anis Belghoul Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum. Undanfarnar vikur hafa fjölmenn mótmæli átt sér stað víða um landið þar sem Bouteflika og stjórn hans var mótmælt. Mótmælin blossuðu upp eftir að hinn 82 ára forseti tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í kosningunum sem fram fara 18. apríl. Bouteflika hefur gegnt embætti forseta Alsírs frá árinu 1999 og er alkunna að hann er mjög heilsuveill. Hann hlaut heilablóðfall árið 2013 og hélt hélt síðast opinbert ávarp árið 2014 þegar hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir endurkjörið. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur. Mótmælin hafa þrátt fyrir það haldið áfram. Stjórnarandstaðan í landinu, sem hefur verið sundruð um árabil, heldur því fram að Bouteflika sé ekki í neinu standi til að stýra landinu og sé hann frekar orðinn strengjabrúða fámennrar valdaklíku í landinu. Beiting 102. greinar stjórnarskrárinnar felur í sér að stjórnarskrárráð Alsír þarf að koma saman og lýsa því yfir að forsetinn get ekki sinnt skyldum sínum. Þingið þarf einnig að lýsa því yfir og forseti efri þingdeildar Alsír verður forseti í 45 daga. Geti forsetinn ekki enn sinnt skyldum sínum verður að boða til kosninga innan annarra 45 daga. Þetta yrði því 90 daga ferli í heildina. Salah sagði að þetta væri besta lausnin í stöðunni. Hingað til hefur herinn stutt við bakið á forsetanum og þá sérstaklega Salah. Hann er sagður vera hornsteinn í grunni ráðandi stétta í Alsír. Til marks um það bendir BBC á að mótmælendur hafi verið að kalla eftir því að Salah láti sig líka hverfa. Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum. Undanfarnar vikur hafa fjölmenn mótmæli átt sér stað víða um landið þar sem Bouteflika og stjórn hans var mótmælt. Mótmælin blossuðu upp eftir að hinn 82 ára forseti tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í kosningunum sem fram fara 18. apríl. Bouteflika hefur gegnt embætti forseta Alsírs frá árinu 1999 og er alkunna að hann er mjög heilsuveill. Hann hlaut heilablóðfall árið 2013 og hélt hélt síðast opinbert ávarp árið 2014 þegar hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir endurkjörið. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur. Mótmælin hafa þrátt fyrir það haldið áfram. Stjórnarandstaðan í landinu, sem hefur verið sundruð um árabil, heldur því fram að Bouteflika sé ekki í neinu standi til að stýra landinu og sé hann frekar orðinn strengjabrúða fámennrar valdaklíku í landinu. Beiting 102. greinar stjórnarskrárinnar felur í sér að stjórnarskrárráð Alsír þarf að koma saman og lýsa því yfir að forsetinn get ekki sinnt skyldum sínum. Þingið þarf einnig að lýsa því yfir og forseti efri þingdeildar Alsír verður forseti í 45 daga. Geti forsetinn ekki enn sinnt skyldum sínum verður að boða til kosninga innan annarra 45 daga. Þetta yrði því 90 daga ferli í heildina. Salah sagði að þetta væri besta lausnin í stöðunni. Hingað til hefur herinn stutt við bakið á forsetanum og þá sérstaklega Salah. Hann er sagður vera hornsteinn í grunni ráðandi stétta í Alsír. Til marks um það bendir BBC á að mótmælendur hafi verið að kalla eftir því að Salah láti sig líka hverfa.
Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00
Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02
Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25
Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila