Gleðin sem arðgreiðslur færa hefur tekið enda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. mars 2019 07:00 Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun