Gleðin sem arðgreiðslur færa hefur tekið enda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. mars 2019 07:00 Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun