Eins ítölsk endurkoma og þær gerast í sigri á lærisveinum Helga Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 13:00 Fabio Quagliarella mætti aftur eftir níu ár og skoraði tvö. vísir/getty Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira