Eins ítölsk endurkoma og þær gerast í sigri á lærisveinum Helga Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 13:00 Fabio Quagliarella mætti aftur eftir níu ár og skoraði tvö. vísir/getty Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira