Um kapítalísk skrímsli Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir: „Þau sem reyna að halda því fram að vinnuaflið sé svo ógeðslega undirsett auðvaldinu að vitfirringsháttur kapítalista leiði óumflýjanlega til frekari kúgunnar gera ekkert nema að opinbera andlýðræðislega afstöðu gagnvart samfélaginu; sum eiga alltaf að sætta sig við að fá aldrei nóg á meðan önnur komast upp með hvað sem er. Það er óásættanleg afstaða.”Það er nú það. Mig langar að segja ykkur litla sögu af góðri vinkonu minni. Hún ólst upp úti á landi, gekk hinn hefðbundna menntaveg. Fékk reyndar þá góðu forgjöf, að foreldrar hennar ráku lítið fjölskyldufyrirtæki – þannig að hún lærði snemma að ekkert fæst fyrir ekki neitt og til þess að ná árangri þarf að leggja á sig ómælda vinnu og ýmsar fórnir. Hún lærði sem sagt hvernig verðmætin verða til. Hún vann því alla tíð með skóla og auðvitað öll sumur. Eftir stúdentspróf tók hún námslán og hélt til útlanda, þar sem hún stundaði háskólanám í fjögur ár og drýgði tekjurnar með allskonar íhlaupavinnu, m.a. á hótelum og veitingastöðum. Eftir að háskólanámi lauk fyrir rúmum 20 árum flutti vinkona mín heim til Íslands og ákvað í samvinnu við skólafélaga sinn að stofna lítið ferðaþjónustufyrirtæki. Hún tók bankalán fyrir lágmarksstofnkostnaði með veði í nýkeyptri fyrstu íbúð og fyrirtækið var fyrstu árin rekið við eldhússborðið heima hjá henni. Hún sinnti í upphafi öllum þeim verkefnum sem til féllu, hvort sem það voru samskipti við erlenda söluaðila, ferðir á næturnar út á flugvöll að taka á móti hópum eða að svara í síma allan sólarhringinn. Ekki voru innistæður fyrir digrum launagreiðslum fyrstu 5 árin eða svo, þannig að hún vann aukalega við kennslu á kvöldin og ýmiskonar tilfallandi verkefni á sínu sérsviði. Ekki þarf að taka það fram að sumarfrí eins og margir þekkja þau komu aldrei til greina. Árin liðu og með ómældri vinnu óx fyrirtækið og dafnaði. Það réð til sín einn starfsmann, sem er enn starfandi hjá fyrirtækinu og síðan bættust þeir við einn af öðrum. Í dag starfa þar u.þ.b. 10 starfsmenn í fullu starfi, sem flestir hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en 10 ár. Hún hefur verið heppin með starfsfólkið sitt og það hefur á ýmsan hátt tekið þátt í bæði niðursveiflum og uppsveiflum. Fyrir það er hún þakklát. Á þessum árum hefur ýmislegt gengið á og afkoma fyrirtækisins sveiflast mjög eftir þeim ytri aðstæðum sem hafa áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Stundum hefur fyrirtækið hagnast ágætlega en önnur ár hafa verið mögur og stundum verið mjög erfitt að láta enda ná saman. Laun eigandanna hafa tekið mark af því og vinkona mín hefur alltaf lagt áherslu á að greiða starfsmönnum sín laun á réttum tíma, hvað sem á hefur dunið og á undan sjálfri sér. Í dag er fyrirtækið orðið rótgróið en er eftir sem áður útsett fyrir sömu sveiflum og alla tíð og raunveruleikinn og samkeppnisstaðan sú að tiltölulega litlar breytingar á launakostnaði eða gengi íslensku krónunnar geta skilið á milli feigs og ófeigs. Laun vinkonu minnar eru ágæt í dag, nokkuð vel yfir meðallaunum, en ef heildarlaunakostnaði væri deilt niður á öll árin 20 og allar vinnustundirnar, þá yrðu eflaust margir hissa. Sumarfrí koma eftir sem áður ekki til greina.Lítil fyrirtæki byggð upp af venjulegu, duglegu fólki Þessi dæmisaga gæti átt við nokkur þúsund lítil ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, en um 86% þeirra teljast til lítilla fyrirtækja – þ.e. þau eru með 10 starfsmenn eða færri. Eigendur þeirra eru venjulegt fólk sem með mikilli vinnu og ótal fórnum, bæði fjárhagslegum og öðrum, hefur byggt upp fyrirtæki sem skapa störf um allt land og verðmæti fyrir samfélagið. Ef engra manna og kvenna nyti við, sem tilbúin væru til að stökkva út í djúpu laugina, taka áhættu, vinna myrkranna á milli og bera ábyrgð allan sólarhringinn – hvar værum við stödd þá? Hvaðan koma tekjur hins opinbera, til að reka samfélagið? Ég fyrir hönd þessa fólks fordæmi það því algjörlega að það sé kallað „auðvald“ og „kapítalistar“, sem hugsa ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku og sé algjörlega sama um starfsfólk sitt. Kallað glæpamenn ef fyrirtæki þess leyfa sér að skila hagnaði og aumingjar og fjárglæframenn, ef miður gengur. Þessi orðræða er úr tengslum við allan íslenskan raunveruleika og dæmir sig að lokum sjálf. Það eru allir sammála um það að bæta þurfi hag þeirra sem verst standa í samfélaginu, en svona uppstillingar á svörtu og hvítu og staðlausar ásakanir eru ekki að gera neinum gagn, síst af öllu umbjóðendum þeirra sem þannig tala. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir: „Þau sem reyna að halda því fram að vinnuaflið sé svo ógeðslega undirsett auðvaldinu að vitfirringsháttur kapítalista leiði óumflýjanlega til frekari kúgunnar gera ekkert nema að opinbera andlýðræðislega afstöðu gagnvart samfélaginu; sum eiga alltaf að sætta sig við að fá aldrei nóg á meðan önnur komast upp með hvað sem er. Það er óásættanleg afstaða.”Það er nú það. Mig langar að segja ykkur litla sögu af góðri vinkonu minni. Hún ólst upp úti á landi, gekk hinn hefðbundna menntaveg. Fékk reyndar þá góðu forgjöf, að foreldrar hennar ráku lítið fjölskyldufyrirtæki – þannig að hún lærði snemma að ekkert fæst fyrir ekki neitt og til þess að ná árangri þarf að leggja á sig ómælda vinnu og ýmsar fórnir. Hún lærði sem sagt hvernig verðmætin verða til. Hún vann því alla tíð með skóla og auðvitað öll sumur. Eftir stúdentspróf tók hún námslán og hélt til útlanda, þar sem hún stundaði háskólanám í fjögur ár og drýgði tekjurnar með allskonar íhlaupavinnu, m.a. á hótelum og veitingastöðum. Eftir að háskólanámi lauk fyrir rúmum 20 árum flutti vinkona mín heim til Íslands og ákvað í samvinnu við skólafélaga sinn að stofna lítið ferðaþjónustufyrirtæki. Hún tók bankalán fyrir lágmarksstofnkostnaði með veði í nýkeyptri fyrstu íbúð og fyrirtækið var fyrstu árin rekið við eldhússborðið heima hjá henni. Hún sinnti í upphafi öllum þeim verkefnum sem til féllu, hvort sem það voru samskipti við erlenda söluaðila, ferðir á næturnar út á flugvöll að taka á móti hópum eða að svara í síma allan sólarhringinn. Ekki voru innistæður fyrir digrum launagreiðslum fyrstu 5 árin eða svo, þannig að hún vann aukalega við kennslu á kvöldin og ýmiskonar tilfallandi verkefni á sínu sérsviði. Ekki þarf að taka það fram að sumarfrí eins og margir þekkja þau komu aldrei til greina. Árin liðu og með ómældri vinnu óx fyrirtækið og dafnaði. Það réð til sín einn starfsmann, sem er enn starfandi hjá fyrirtækinu og síðan bættust þeir við einn af öðrum. Í dag starfa þar u.þ.b. 10 starfsmenn í fullu starfi, sem flestir hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en 10 ár. Hún hefur verið heppin með starfsfólkið sitt og það hefur á ýmsan hátt tekið þátt í bæði niðursveiflum og uppsveiflum. Fyrir það er hún þakklát. Á þessum árum hefur ýmislegt gengið á og afkoma fyrirtækisins sveiflast mjög eftir þeim ytri aðstæðum sem hafa áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Stundum hefur fyrirtækið hagnast ágætlega en önnur ár hafa verið mögur og stundum verið mjög erfitt að láta enda ná saman. Laun eigandanna hafa tekið mark af því og vinkona mín hefur alltaf lagt áherslu á að greiða starfsmönnum sín laun á réttum tíma, hvað sem á hefur dunið og á undan sjálfri sér. Í dag er fyrirtækið orðið rótgróið en er eftir sem áður útsett fyrir sömu sveiflum og alla tíð og raunveruleikinn og samkeppnisstaðan sú að tiltölulega litlar breytingar á launakostnaði eða gengi íslensku krónunnar geta skilið á milli feigs og ófeigs. Laun vinkonu minnar eru ágæt í dag, nokkuð vel yfir meðallaunum, en ef heildarlaunakostnaði væri deilt niður á öll árin 20 og allar vinnustundirnar, þá yrðu eflaust margir hissa. Sumarfrí koma eftir sem áður ekki til greina.Lítil fyrirtæki byggð upp af venjulegu, duglegu fólki Þessi dæmisaga gæti átt við nokkur þúsund lítil ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, en um 86% þeirra teljast til lítilla fyrirtækja – þ.e. þau eru með 10 starfsmenn eða færri. Eigendur þeirra eru venjulegt fólk sem með mikilli vinnu og ótal fórnum, bæði fjárhagslegum og öðrum, hefur byggt upp fyrirtæki sem skapa störf um allt land og verðmæti fyrir samfélagið. Ef engra manna og kvenna nyti við, sem tilbúin væru til að stökkva út í djúpu laugina, taka áhættu, vinna myrkranna á milli og bera ábyrgð allan sólarhringinn – hvar værum við stödd þá? Hvaðan koma tekjur hins opinbera, til að reka samfélagið? Ég fyrir hönd þessa fólks fordæmi það því algjörlega að það sé kallað „auðvald“ og „kapítalistar“, sem hugsa ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku og sé algjörlega sama um starfsfólk sitt. Kallað glæpamenn ef fyrirtæki þess leyfa sér að skila hagnaði og aumingjar og fjárglæframenn, ef miður gengur. Þessi orðræða er úr tengslum við allan íslenskan raunveruleika og dæmir sig að lokum sjálf. Það eru allir sammála um það að bæta þurfi hag þeirra sem verst standa í samfélaginu, en svona uppstillingar á svörtu og hvítu og staðlausar ásakanir eru ekki að gera neinum gagn, síst af öllu umbjóðendum þeirra sem þannig tala. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun