Gæta þess að uppsagnir Kynnisferða beinist ekki sérstaklega gegn Eflingarmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 23:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. Þá hafi félagið fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, „bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Greint var frá því í dag að 59 starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Kynnisferðum en tilkynnt var um uppsagnirnar á starfsmannafundi síðdegis. Haft var eftir Birni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Kynnisferða að uppsagnirnar skrifist aðallega á gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Í tilkynningu frá Eflingu segir að trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar hafi fundað með fulltrúum Kynnisferða og Samtaka atvinnulífsins (SA) á þriðjudag og fimmtudag. Á þessum fundum hafi fulltrúar Eflingar ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af því að efnt sé til hópuppsagna á sama tíma og kjaradeila stendur yfir. Þá er rakið að verkfallsaðgerðir hafi verið boðaðar hjá starfsmönnum Kynnisferða, bæði meðal rútubílstjóra frá síðasta föstudegi og hjá strætóbílstjórum frá og með næstkomandi mánudegi. Starfsmenn Kynnisferða hafi í því samhengi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um verkföll, sinnt verkfallsvörslu og „verið í eldlínunni í kjarabaráttu á margvíslegan hátt.“ Fulltrúar Eflingar hafi hvatt trúnaðarmenn og starfsmenn Kynnisferða til að leita aðstoðar félagsins ef þeir telja að „óeðlilegar ástæður“ geti legið að baki uppsögn þeirra. „Efling hefur haldið mjög á lofti 6. grein kjarasamningsins við SA, um forgangsrétt Eflingarmeðlima til starfanna sem samningurinn nær til. Þegar verkföll Eflingar og VR voru í þann mund að hefjast básúnuðu Kynnisferðir þeirri staðreynd að hjá fyrirtækinu störfuðu bílstjórar sem væru skráðir í önnur stéttarfélög, eða engin, og að þeim væri frjálst að brjóta verkfallið. Ljóst er að þessir einstaklingar geta ekki notið forgangs þegar kemur að hópuppsögn. Efling og VR hafa áréttað sameiginlegan skilning sinn á þessu ákvæði kjarasamningsins við Kynnisferðir,“ segir í tilkynningu. Kjaramál Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. Þá hafi félagið fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, „bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Greint var frá því í dag að 59 starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Kynnisferðum en tilkynnt var um uppsagnirnar á starfsmannafundi síðdegis. Haft var eftir Birni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Kynnisferða að uppsagnirnar skrifist aðallega á gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Í tilkynningu frá Eflingu segir að trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar hafi fundað með fulltrúum Kynnisferða og Samtaka atvinnulífsins (SA) á þriðjudag og fimmtudag. Á þessum fundum hafi fulltrúar Eflingar ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af því að efnt sé til hópuppsagna á sama tíma og kjaradeila stendur yfir. Þá er rakið að verkfallsaðgerðir hafi verið boðaðar hjá starfsmönnum Kynnisferða, bæði meðal rútubílstjóra frá síðasta föstudegi og hjá strætóbílstjórum frá og með næstkomandi mánudegi. Starfsmenn Kynnisferða hafi í því samhengi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um verkföll, sinnt verkfallsvörslu og „verið í eldlínunni í kjarabaráttu á margvíslegan hátt.“ Fulltrúar Eflingar hafi hvatt trúnaðarmenn og starfsmenn Kynnisferða til að leita aðstoðar félagsins ef þeir telja að „óeðlilegar ástæður“ geti legið að baki uppsögn þeirra. „Efling hefur haldið mjög á lofti 6. grein kjarasamningsins við SA, um forgangsrétt Eflingarmeðlima til starfanna sem samningurinn nær til. Þegar verkföll Eflingar og VR voru í þann mund að hefjast básúnuðu Kynnisferðir þeirri staðreynd að hjá fyrirtækinu störfuðu bílstjórar sem væru skráðir í önnur stéttarfélög, eða engin, og að þeim væri frjálst að brjóta verkfallið. Ljóst er að þessir einstaklingar geta ekki notið forgangs þegar kemur að hópuppsögn. Efling og VR hafa áréttað sameiginlegan skilning sinn á þessu ákvæði kjarasamningsins við Kynnisferðir,“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39