Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Af vettvangi slyssins á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í fyrra. ÍVAR Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27