30 ára Grettis-gáta loksins leyst í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 10:56 Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Vísir/Getty Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019 Frakkland Umhverfismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019
Frakkland Umhverfismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira