Útvarp 101 er líkt og aðra föstudaga mætt með 101 Fréttir. Uppleggið er sem fyrr að taka saman fréttir vikunnar á knappan og skemmtilegan máta.
Dagskrárgerðarkonan Birna María heldur um liðinn þessa vikuna og fjallar hann meðal annars að þessu sinni um WOW Air, gæsapartý Alexöndru Helgu og veðrið svo eitthvað sé nefnt. Gefum Birnu orðið:
WOW Air búið spil
Það fór ekki fram hjá neinum að WOW Air varð gjaldþrota í gær. Birna María veitir innsýn í málið af sinni bestu getu.
Veðrið glatað
Veðrið hefur ekki leikið við landsmenn en eins manns dauði er annars brauð og margt hægt að gera til að nýta sér veðrið sér til góðs.
Sigrid til Íslands
Norska poppdrottningin Sigrid er á leiðinni til landsins en Sena Live tilkynnti um tónleika hennar í Laugardalshöll þann 7. desember nk. Sigrid er ein af eftirlætislistamönnum Útvarps 101 og því gleður þetta okkur mikið.