„Rúmar 10 merkur hvor og báðir 46,5 cm. Við fjölskyldan erum endalaust þakklát fyrir þessa hraustu og fallegu viðbót við fjölskylduna. Lífið er fallegt. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra frábæru ljósmæðra sem hafa hugsað um okkur síðustu daga,“ segir Ragnhildur og birtir myndir af nýju fjölskyldumeðlimunum.
Fyrir áttu þau tvö börn og nú er fjölskyldan orðin sex manna.