Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 15:55 Búast má við að afbókanir vegna falls Wow air komi fram á næstu dögum og vikum. Vísir/Hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent