Alls fjörutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, segir að um sé að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka. RÚV greindi fyrst frá í dag.
Gylfi segir í samtali við Vísi að starfsmennirnir sem sagt var upp séu iðnaðarmenn úr ýmsum stéttum. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar séu beintengdar falli flugfélagsins WOW air segir Gylfi að um sé að ræða varúðarráðstöfun. Fyrirtækið hafi verið að byggja mikið á Suðurnesjum og enn eigi eftir að koma í ljós hver þróunin verður þar.
„Þetta er svona öryggisventill hjá okkur svo maður sitji ekki upp með mannskap.“
Fyrir uppsagnir störfuðu alls 215 hjá Bygg en Gylfi gerir ráð fyrir að hægt verði að ráða stóran hluta starfsmannanna aftur.
Fjörutíu starfsmönnum sagt upp hjá BYGG
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Álagning á áfengi mest á Íslandi
Viðskipti innlent

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Viðskipti innlent

Stefna á Coda stöð við Húsavík
Viðskipti innlent

Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur


„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent


Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna
Viðskipti innlent