Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. mars 2019 19:00 Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33