Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2019 20:00 Vinnumálastofnun. Vísir/Vilhelm Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00