Innlent

Búið að koma slasaða göngumanninum til aðstoðar

Andri Eysteinsson skrifar
Björgunarsveitir gátu hlúð að manninum sem gengur nú sjálfur til baka ásamt sveitarmönnum.
Björgunarsveitir gátu hlúð að manninum sem gengur nú sjálfur til baka ásamt sveitarmönnum. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn, sem sendir voru út til aðstoðar slösuðum göngumanni í Botnsdal í botni Hvalfjarðar, hafa lagt af stað til baka ásamt hinum slasaða.

Hægt var að hlúa að göngumanninum á slysstað og gengur hann nú ásamt björgunarsveitarmönnum um eins og hálfs kílómetra leið. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar er útlit fyrir að meiðslin séu minni en talið var í fyrstu. Göngumaðurinn var í fámennum hópi og hafði slasast á fæti.

Sjúkraflutningafólk bíður eftir manninn við veginn og mun meta stöðuna og ákvarða hvort hann verði sendur til frekari skoðunar á sjúkrahús.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×